Leikskólinn tók til starfa 7. júní 1996. Hann er einn af leikskólum Reykjavíkurborgar og staðsettur við Gullteig 19 í Laugarneshverfi. Í göngufæri við leikskólann er Laugardalurinn þar sem m.a. er Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn og Grasagarðurinn. Í næsta nágrenni er Ásmundarsafn og mörg opin leiksvæði.
Í leikskólanum eru 118 börn á aldrinum eins til sex ára. Deildirnar eru sex og heita Guladeild, Rauðadeild, Grænadeild, Bláadeild, Hvítadeild og Svartadeild.