Þriðjudaginn 7. júní nk. á leikskólinn 20 ára afmæli. Að sjálfsögðu verður mikið um að vera og húllum hæ allan daginn. Opið hús verður frá klukkan 15 - 17 og eru allir hjartanlega velkomnir. Foreldrafélagið verður með okkur í hátíðahöldunum og heldur sína sumarhátíð með okkur. Að sjálfsögðu verður boðið uppá afmælisköku, grillaðar pylsur verða í garðinum og um allan skóla verða myndir og verk barnanna til sýnis. Á ganginum verður sett upp ljósmyndasögusýning. Gaman væri að sjá sem flesta.. fyrrverandi kennara og nemendur, foreldra og aðra velunnara skólans.
Verið hjartanlega velkomin á afmælishátíð skólans!