skipulagsdagur 27. febrúar
Kæru foreldrar
Næsti skipulagsdagur hjá okkur er miðvikudaginn 27.febrúar. Þá er leikskólinn lokaður allan daginn.
Aðventukaffi
Jólin eru víst á næsta leyti og aðventan hefst um helgina. Við fögnum henni og bjóðum ykkur foreldrum í heitt súkkulaði og bollur sem börnin hafa bakað á föstudaginn, 30.nóv. kl. 8:30-10:00.
skipulagsdagur 1.mars 2018
9.febrúar 2018
Minnum á skipulagsdaginn hér í leikskólanum fimmtudaginn 1.mars nk. Þann dag er leikskólinn lokaður.
Tveir síðustu skipuagsdagar skólaársins eru svo miðvikudaginn 18.apríl og föstudaginn 20.apríl 2018. Þá er leikskólinn lokaður og starfsmannahópurinn fer til Finnlands í námsferð.
20 ÁRA AFMÆLI 7. JÚNÍ
Þriðjudaginn 7. júní nk. á leikskólinn 20 ára afmæli. Að sjálfsögðu verður mikið um að vera og húllum hæ allan daginn. Opið hús verður frá klukkan 15 - 17 og eru allir hjartanlega velkomnir. Foreldrafélagið verður með okkur í hátíðahöldunum og heldur sína sumarhátíð með okkur. Að sjálfsögðu verður boðið uppá afmælisköku, grillaðar pylsur verða í garðinum og um allan skóla verða myndir og verk barnanna til sýnis. Á ganginum verður sett upp ljósmyndasögusýning. Gaman væri að sjá sem flesta.. fyrrverandi kennara og nemendur, foreldra og aðra velunnara skólans.
Verið hjartanlega velkomin á afmælishátíð skólans!
Tíminn líður svoooo hratt....
18. sept
Kominn miður september... og hér er allt á fullu. Öll börn eru nú byrjuð og vetrarstarfið að komast í gang. Í september eru auðvitað líka alls kyns uppákomur, 8. september er alþjóðlegur dagur læsis og þemað að þessu sinni var að segja sögur, í því er Þórdís okkar snillingur og hún hafði sögustund fyrir öll börnin frammi á hreyfisvæði. Þegar sögustundinni lauk fengu börnin að smakka nokkrar tegundir af salati og grænmeti úr garðinum okkar.
16. september er dagur íslenskrar náttúru. Við létum nú duga að fara út í garð í góða veðrinu en kveiktum upp í eldstæðinu okkar og drukkum heitt súkkulaði og borðuðum smurt brauð með. Það var svo ótrúlega gott veður þennan dag að við vorum úti nánasta allan daginn.
Elstu börnin eru komin á heilmikið flakk, búin að fara í Þjóðleikhúsið og fara eftir helgi á Sinfóníutónleika. Þau eru einnig að fara á námskeið í Húsdýragarðinum og í kynningu út í Grasagarð... það er sko nóg um að vera.
Næst elstu börnin sem eru fædd 2011 eru líka að fara í Húsdýragarðinn í nokkrum hópum.
Heimsóknir í Ármann eru byrjaðar og hver deild auglýsir þegar að þeim kemur.
Endilega fylgist með tölvupóstum frá deildarstjórum því það er alltaf eitthvað um að vera hjá okkur
Njótið helgarinnar!